Ferill 111. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 111 . mál.


Ed.

863. Frumvarp til laga



um aðför.

(Eftir 2. umr. í Ed., 14. apríl.)



    Samhljóða þskj. 114 með þessum breytingum:

    11. gr. hljóðar svo:
    Aðfararbeiðni og fylgigögn hennar skulu send héraðsdómara, ef eitthvað eftirtalinna atriða varðar aðfararheimildina:
1.     ef krafa styðst við úrskurð eða ákvörðun yfirvalds, sbr. 5. og 6. tölul. 1. mgr. 1. gr.
2.     ef um kröfu er að ræða, sem lögtaksréttur er fyrir og 10. tölul. 1. mgr. 1. gr. tekur til.
3.     ef krafa styðst við erlenda aðfararheimild, sbr. 11. tölul. 1. mgr. 1. gr.
4.     ef krafist er aðfarar á grundvelli ábyrgðar, sem 2. mgr. 3. gr. tekur til.
5.     ef krafist er útburðar- eða innsetningargerðar skv. 12. kafla.
    Þegar svo stendur á, sem í 1. mgr. segir, skal aðfararbeiðni send héraðsdómara á varnarþingi, þar sem heimilt væri að höfða einkamál um viðkomandi kröfu, nema fyrirmæli laga áskilji annað. Aðfararbeiðni og fylgigögn hennar skulu send héraðsdómara í tvíriti.
    Heimilt er gerðarbeiðanda að beina aðfararbeiðni til héraðsdómara, ef hann svo kýs, þótt ákvæði 1. mgr. eigi ekki við um hana.

    99. gr. hljóðar svo:
    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1992.
    Við gildistöku laga þessara falla úr gildi eftirfarandi lög og ákvæði laga:
1.     Lög um aðför, nr. 19 4. nóvember 1887.
2.     8. og 9. tölul. 1. mgr. og 2. og 3. mgr. 1. gr. og 2.–16. gr. laga um lögtak og fjárnám án undanfarins dóms eða sáttar, nr. 29 16. desember 1885.
3.     Í norskum lögum Kristjáns V., 15. apríl 1687, í I. bók, 22. kap.; 19., 22., 23., 24., 28., 39., 40. og 56. gr.
4.     Kammerréttarskipun 18. mars 1720.
5.     Tilskipun um aðför eftir áfrýjuðum dómum, 13. janúar 1792.
6.     Tilskipun um aðför eftir dómum er leggja fyrir fyllingar- eða synjunareið, 14. september 1792.
7.     Kansellíumburðarbréf um aðför eftir sátt hjá gjaldheimtumönnum konungs, 16. nóvember 1819.
8.     Opið bréf um innheimtu eftirgjalds af jarðeignum landssjóðs, 21. maí 1829.
9.     Opið bréf handa Íslandi er nákvæmar ákveður um innheimtu á kröfum með forgangsrétti hjá þeim mönnum sem hafa látið aðra fá sjálfsvörsluveð í lausafé sínu, 11. desember 1869.
10.     Lög um úrskurðarvald sáttanefnda, nr. 32 11. júlí 1911.

    100. gr. hljóðar svo:
    Aðfarargerðir skulu ekki fara fram og ekki skal tekið við nýjum aðfararbeiðnum frá og með 15. júní 1992 til og með 30. júní 1992 nema brýnir hagsmunir gerðarbeiðanda krefjist þess að mati fógeta. Heimilt er þó á framangreindu tímabili að ljúka gerð sem byrjað hefur fyrir 15. júní 1992.

    101. gr. hljóðar svo:
    Beiðnir um aðfarargerðir, sem ekki hefur verið sinnt þann 15. júní 1992 og liggja fyrir við borgarfógetaembættið í Reykjavík, embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli og embætti bæjarfógeta og sýslumanna, skulu endursendar hlutaðeigandi gerðarbeiðendum nema þeir hafi áður óskað bréflega eftir framsendingu tiltekinna beiðna til héraðsdóms eða embættis sýslumanns, eftir því sem leiðir af fyrirmælum 11. og 16. gr.
    Beiðnir, sem framsendar eru samkvæmt fyrirmælum 1. mgr., skulu skráðar skv. 1. mgr. 15. eða 18. gr. og njóta stöðu skv. 1. mgr. 19. gr. í samræmi við þann dag sem þær bárust borgarfógeta, lögreglustjóra, bæjarfógeta eða sýslumanni ef þær bera móttökudaginn með sér. Teljast þær ella mótteknar 1. júlí 1992.
    Beiðnir, sem endursendar eru gerðarbeiðendum samkvæmt fyrirmælum 1. mgr.,
glata þeirri réttarvernd sem þær kunna að njóta samkvæmt gildandi lögum 15. júní 1992.

    102. gr. hljóðar svo:
    Aðför má gera samkvæmt fyrirmælum laga þessara til fullnustu kröfu þótt hún hafi ekki verið aðfararhæf samkvæmt fyrirmælum eldri laga og þótt gjalddagi hennar eða efndatími hafi verið fyrir 1. júlí 1992. Þetta tekur þó ekki til krafna sem nutu lögtaksréttar ef sá réttur er fyrndur samkvæmt eldri lögum við gildistöku þessara laga.
    Ekki er þörf birtingar áskorunar áður en aðför fer fram samkvæmt lögum þessum þótt svo hafi staðið á um kröfu fyrir gildistöku laganna sem segir í 9. gr. laga nr. 19/1887.

    104. gr. hljóðar svo:
    Um heimildir til umráðasviptingar eigna, sem fjárnám eða lögtak hefur verið gert í fyrir 1. júlí 1992, fer eftir 7. kafla frá þeim degi.
    Fyrirmæli 54., 58. og 60. gr. taka ekki til aðfarargerða sem hafa farið fram fyrir 1. júlí 1992.

    105. gr. hljóðar svo:
    Um heimildir til endurupptöku fjárnáms- eða lögtaksgerða, sem hafa farið fram fyrir 1. júlí 1992, skal farið eftir reglum eldri laga þótt komið sé fram yfir þann dag. Um framkvæmd við endurupptöku skal farið eftir fyrirmælum 68. gr., eftir því sem við getur átt.

    106. gr. hljóðar svo:
    Fyrirmæli 10. kafla taka ekki til dagsekta, sem fallið hafa í gjalddaga fyrir 1. júlí 1992.

    107. gr. hljóðar svo:
    Ef rekstur sérstaks ágreiningsmáls hefur byrjað fyrir fógetarétti eða ákvörðun verið tekin um hann fyrir 1. júlí 1992, en málinu hefur ekki verið lokið fyrir þann dag, skal það sjálfkrafa sæta áframhaldandi meðferð fyrir þeim héraðsdómi sem þá tekur við lögsögu í viðkomandi umdæmi. Meðferð slíks máls skal lokið samkvæmt þeim reglum sem giltu fyrir gildistöku laga þessara.
    Aðfarargerð, sem lokið hefur verið fyrir 1. júlí 1992, verður ekki borin undir héraðsdóm skv. 15. kafla.

    108. gr. hljóðar svo:
    Fyrirmæli 16. kafla taka ekki til athafna sem eiga sér stað fyrir 1. júlí 1992, þótt aðfarargerð sé lokið eftir þann tíma.